Í dag var byrjað að selja nýja iPad í Kína en lítið var um biðraðir miðað við áður. Þegar Apple hefur byrjað að selja nýjar vörur í Kína hefur safnast saman stór hópur fólks fyrir utan verslanir og margir hafa jafnvel beðið í 8-12 tíma til að ná örugglega að kaupa nýjar vörur Apple.

Núna var reynt að breyta þessu og þeir sem höfðu áhuga á að kaupa áttu að panta áður og voru þá skráðir í nokkurs konar happdrætti. Síðan voru tilkynningar sendar út til þeirra sem gátu keypt. Þetta á að koma í veg fyrir þennan aragrúa af fólki fyrir framan verslanirnar en einnig til að koma í veg fyrir brask. Frá þessu er greint á vef Techcrunch.com.