*

föstudagur, 7. ágúst 2020
Innlent 9. ágúst 2014 19:35

Stuttur tími til stefnu

Tíminn er of knappur fyrir þá sem hafa engan grunn til að taka þátt í 10 km hlaupi í Reykjavíkurmaraþoninu.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Þegar rétt rúmar tvær vikur eru til stefnu í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka eru eflaust margir byrjaðir að svitna af stressi. Sumarið hefur farið misvel með formið. Á meðan sumir hafa æft samv i skusamleg a hafa aðrir einbeitt sér frekar að grillinu og svalandi drykkjum. En það er ekki of seint að fara af stað og byrja að æfa fyrir hlaupið ef fólk er með ágætis grunn.

Margrét Elíasdóttir er einn af þjálfurum skokkhópsins KR-skokk en sá hópur hefur hlaupið reglulega saman í rúm tvö ár. Margrét segir að fyrir þá sem hafi engan grunn sé tíminn of knappur til að taka þátt í 10 kílómetra hlaupi í Reykjavíkurmaraþoninu.

Fyrir þá sem geti hlaupið í dag án vandkvæða í 30-45 mínútur sé hins vegar engin fyrirstaða að taka þátt. „Lengra komnir geta hæglega hlaupið 10 kílómetra en það er bara spurning með hraðann en hann þarf að vera raunhæfur.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Heilsa