Viðskiptavinum Nova hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár en fyrirtækið á og rekur eigið 3G og 4G fjarskiptakerfi á landsvísu. Eftirspurnin eftir auknum afköstum og meiri nethraða vex stöðugt. Þetta segir Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, en fyrirtækið situr í 45. sæti á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki.

Hún segir að tekist hafi að fjármagna áframhaldandi uppbyggingu Nova með eigin fé frá rekstri en ekki lánsfé. „Það er því mikilvægt að skila góðum rekstri til að eiga fyrir þeim fjárfestingum sem fram undan eru og geta boðið þjónustuna til viðskiptavina á samkeppnishæfu verði, en viðskiptavinir fá sífellt meira fyrir peninginn.“

Liv segir samkeppnina á markaðnum vera gríðarlega harða og ekki útlit fyrir að það muni breytast. Samkeppnin sé að koma úr sífellt fleiri áttum.

„Við höfum lagt áherslu á lágt verð, einfalt vöruframboð og góða þjónustu. Við höfum lagt áherslu á að styðja við breyttan lífsstíl viðskiptavina okkar samhliða snjalltækjavæðingunni.

Nánar í sérblaði Viðskiptablaðsins um framúrskarandi fyrirtæki sem unnið var í samstarfi Creditinfo. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .