Yfirlýsing peningastefnunefndar var sú stysta sem komið hefur frá nefndinni í næstum eitt og hálft ár. Yfirlýsingin innihélt einungis 172 orð en fara þarf aftur til október 2014 til að finna færri orð í yfirlýsingu frá nefndinni, en þá var hún 149 orð. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum pistli frá Greiningardeild Arion banka.

© vb.is (vb.is)

Arion segir einnig að það sé nær óhætt að fullyrða að ekkert nýtt komi fram í yfirlýsingu nefndarinnar. Orðalag hennar sé mjög svipað og í síðustu yfirlýsingu: „...líklegt að auka þurfi aðhald peningastefnunnar frekar á næstu misserum í ljósi vaxandi innlends verðbólguþrýstings. Hve mikið og hve hratt það gerist ræðst af framvindunni.“

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, gaf mjög sterklega í skyn í á kynningarfundi vegna vaxtaákvörðunar bankans í morgun að frekari fréttir af aflandskrónuuppboði seðlabankans og öðrum þáttum tengdum afnámi gjaldeyrishafta myndu berast á ársfundi seðlabankans á morgun.