Bæjarstjórn Stykkishólms hefur samþykkt að segja upp samningi bæjarins við Tryggingamiðstöðina um tryggingar sveitarfélagsins. Jafnframt var samþykkt að leita eftir tilboðum í tryggingar sveitarfélagsins segir í fréttt á vef Skessuhornsins.

Þar kemur fram að núverandi tryggingasamningur hefur verið í gildi frá 1. janúar 2004 og er nú uppsegjanlegur. Þar kemur einnig fram að bærinn væntir þess að ná fram sparnaðí með útboði.