Microsoft hefur selt yfir 240 milljónir eintaka af Windows 7 stýrikerfi sínu. Stýrikerfið kom út fyrir ári síðan og hefur stýrikerfi aldrei selst jafn hratt.

Windows 7 tók við af fyrra stýrikerfi Microsoft, Windows Vista. Vista þótti lélegt og fer líklega í sögubækurnar sem eitt óvinsælasta stýrikerfi sögunnar.

Markaðshlutdeild Microsoft á markaði tölvustýrikerfa er um 90% þrátt fyrir að OS X stýrikerfi Apple og Linux hafi sótt í sig veðrið á síðustu árum.

Um helmingur hagnaðar Microsoft er vegna sölu Windows og um fjórðungur allra seldra vara félagsins er stýrikerfi.