Gengi króna hefur verið stöðugt það sem af er stýrivaxtaákvörðunardags. Seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 15,5%, líkt og greiningardeildir bjuggust við.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,2% og er 159,2 þegar þetta er ritað, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.  Það sem af er ári, hefur krónan hinsvegar veikst um 32%.