Ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans, um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 12%, frá því í morgun er nokkuð í takt við spár greiningaraðila.

IFS greining reiknaði með óbreyttum vöxtum en taldi þó töluverðar líkur á 100 punkta lækkun. Aukið aðhald í ríkisfjármálum gæfi svigrúm til slökunar peningastefnunnar.

Hagdeild Landsbankans var sama sinnis og spáði óbreyttum vöxtum miðað við forsendur peningastefnunefndar. Sömu sögu er að segja um Greiningu Íslandsbanka, sem sagðist þó ekki útiloka lækkun um 0,5-1,0 prósentu. Líkur á slíkri lækkun hefðu aukist með stöðugleikasáttmála vinnumarkaðar og stjórnvalda annars vegar og langtímaáætlun í ríkisfjármálum hins vegar