Greiningardeild Landsbankans spáir 50-75 punkta stýrivaxtahækkun á morgun. Stýrivextirnir eru 13% og telur greiningardeildin líklegt að þeir nái hámarki í rúmlega 14% í haust.

?Bloomberg fréttaveitan leitaði eftir spám níu aðila um ákvörðun morgundagsins og spáðu sex þeirra 50 punktum en þrír 75 punktum. Vaxtamunur við útlönd kemur því til með að aukast. Líklegt er að stýrivextir verði einnig hækkaðir í Evrópu og Japan á næstunni, en í minni skrefum en hér heima," segir greiningardeildin.

Hún segir athyglisvert er hversu mikill áhugi er fyrir íslensku krónunni. ?Það, að níu bankar skuli hafa skilað spá um stýrivaxtabreytingu á morgun, segir sína sögu," segir greiningardeildin.

Í gjaldeyrisfréttum sænska SEB bankans er mælt með kaupum á krónu. ?Telja sérfræðingar SEB að tölur um utanríkisviðskipti sem birtar verða í lok mánaðarins muni sýna að veikari króna og hærri vextir séu farnar að skila sér í lægri viðskiptahalla," segir greiningardeildin.