Bankastjórn Seðlabanka Evrópu hækkaði stýrivexti í morgun um 25 punkta, úr 4% í 4,25%.

Þetta er í fyrsta skipti í rúmt ár sem bankinn hækkar stýrivexti sína en verðbólga á evrusvæðinu náði hámarki nú undir lok júní þegar hún mældist 4%.

Ákvörðun bankans kemur ekki á óvart og hafa flestir greiningaraðilar í Evrópu gert ráð fyrir 25 punkta stýrivaxtahækkun.

Þó kemur fram á fréttavef Reuters að einhver ágreiningur hefur verið innan bankastjórn bankans um stýrivaxtaákvörðunina. Á meðan fáir aðilar vildu halda stýrivöxtum óbreyttu voru aðrir sem vildu hækka þá upp í 4,5%.

Meirihluti bankastjórnarinnar var þó sammála  um 25 punkta hækkun.