Greinendur telja að aðstæður gefi tilefni til stýrivaxtalækkunar Seðlabanka Íslands á fimmtudaginn, þegar stýrivaxtaákvörðun bankans verður kynnt, þótt hagtölur sýni það e.t.v. ekki strax. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, útilokar ekki að Seðlabankinn lækki vexti á fimmtudaginn, en spá deildarinnar gerir þó ráð fyrir að svo verði ekki. „Það byggjum við á fyrri yfirlýsingum Seðlabankans, en við erum engu að síður þeirrar skoðunar að lækkunin muni koma fyrr en bankinn hefur gefið í skyn hingað til,“ segir hún í samtali við Viðskiptablaðið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .