Seðlabanki Ástralíu lækkaði í morgun stýrivexti úr 6% í 5,25% í þeirri von að hreyfa við mörkuðum þar í landi og styrkja hagkerfið.

Stýrivextir hafa því ekki verið lægri í um 3 ½ ár að sögn BBC.

Greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir 50 punkta lækkun þannig að lækkunin í morgun er lítillega umfram það sem búist var við.

Þetta er þriðja stýrivaxtalækkunin á jafn mörgum mánuðum.

Ekki er langt síðan stjórnvöld í Ástralíu ákváðu að setja tæpa 7 milljarða Bandaríkjadali í umferð til að efla hagkerfið.