Seðlabanki Suður Kóreu lækkaði í morgun stýrivexti sína um 100 punkta, úr 4% í 3%.

Þetta er fjórða stýrivaxtalækkun bankans frá því í byrjun október en þá voru stýrivextir 5,25%.

Greiningaraðilar á vegum Bloomberg fréttaveitunnar eru sammála um að hagkerfi Suður Kóreu sé viðkvæmt fyrir efnahagsveiflum sökum mikla erlendra skulda, veik gjaldmiðils og vafa um styrkleika bankakerfisins þar í landi.

Í rökstuðningi bankans við stýrivaxtalækkuninni í morgun kemur fram að bankinn telur hagkerfið á bjargbrúninni og því geti reynst nauðsynlegt að grípa til róttækari aðgerða áður en langt um líður.