Seðlabanki Ungverjalands lækkaði í gær stýrivexti um 25 punkta - í 7,5% - eins og flestir greiningaraðilar höfðu spáð fyrir um, sökum minnkandi verðbólguþrýstings í hagkerfinu á undanförnum misserum. Í síðasta mánuði mældist verðbólga á ársgrundvelli 8,3%. Ungverski seðlabankinn lækkaði síðast vexti í júní, þá einnig um 25 punkta.