Seðlabanki Indlands lækkaði í dag stýrivexti bankans í fyrsta skipti í fjögur ár.

Stýrivextir lækka niður í 8% en voru áður 9%.

Fram kemur á fréttavef BBC að stýrivaxtalækkunina megi rekja til vaxandi erfiðleika vegna lausafjárkrísunnar.

Þrátt fyrir aukinn verðbólguþrýsting á Indlandi hefur stjórn Seðlabankans legið undir þrýstingi að lækka stýrivexti. Seðlabankinn hefur þróast við en í kjölfar stýrivaxtalækkana margra af stærstu seðlabönkum heims ákvað bankinn að lækka sína vexti nú.