Seðlabanki Evrópu ætlar að halda stýrivöxtum og innlánsvöxtum óbreyttum, þetta kemur fram á peningastefnufundi bankans. Mario Draghi og félagar ætla sér að meta stöðu mála í Evrópu betur. Stýrivextir verða áfram 0%, og innlánsvextir bankans verða áfram neikvæðir 0,4%.