Seðlabanki Nýja-Sjálands hefur hækkað stýrivexti um 75 punkta, úr 3,5% í 4,25%, til að stemma stigu við verðbólgunni sem mældist 7,2% í september.

Þetta eru hæstu stýrivextir í landinu frá árinu 2008 og hæsta einstaka stýrivaxtahækkun bankans frá árinu 1999, að því er kemur fram í grein hjá Financial Times.

Bankinn varar við því að vextirnir muni hækka enn frekar á næstu misserum til að ná verðbólgunni niður í 1-3% markmið.

Þá áætlar bankinn að stýrivextir muni fara upp í 5,5% á næsta ári.