Seðlabanki Bandaríkjanna (Federal Reserve) hækkaði ekki stýrivexti bankans í gær, en þeir höfðu verið hækkaðir sautján sinnum, samfleytt, síðan júní 2004, segir í frétt Financial Times.

Bankinn sagði þó að verbólguhætta væri ennþá til staðar og að ekki væri útilokað að til frekari hækkana kæmi í framtíðinni.

Ein meðlimur nefndar sem sér um peningamálastefnu bankans, kaus á móti og taldi að þyrfti að hækka vextina, en það mun vera í fyrsta skipti síðan kosið er á móti nefndinni síðan Ben Bernanke tók við bankanum á árinu, segir í fréttinni.