*

þriðjudagur, 23. júlí 2019
Erlent 12. ágúst 2018 13:29

Stýrivextir ekki jafn háir síðan 2009

Seðlabanki Englands hækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig, upp í 0,75%, þann 2. ágúst. Stýrivextir hafa ekki verið jafn háir í Englandi síðan 2009.

Ritstjórn
Mark Carney, seðlabankastjóri Bretlands
epa

Seðlabanki Englands hækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig, upp í 0,75%, þann 2. ágúst. Stýrivextir hafa ekki verið jafn háir í Englandi síðan 2009. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Hagsjá Landsbankans.

Var þetta einungis í annað sinn frá fjármálakrísunni 2008 sem bankinn hækkar vexti. Mark Carney seðlabankastjóri hefur boðað áframhaldandi hóflegar vaxtahækkanir á næstunni. Viðskiptablaðið fjallaði um þessar vaxtahækkanir í byrjun ágúst. 

Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í 2% þann 13. júní. Forseti Bandaríkjanna lýsti í kjölfarið yfir mikilli óánægju með hækkunina sem hefur vakið upp spurningar um hvort vegið verði að sjálfstæði seðlabankans þegar fram í sækir.

Verndartollar Bandaríkjanna á kínverskar vörur tóku gildi 6. júlí. Það mátti sjá á kínverskum hagtölum í lok júlí að Kína er farið að finna fyrir tollunum.