Stýrivextir Seðlabanka Íslands sem lækkaðir voru um 0,5 prósentustig í dag, hafa ekki lækkað síðan 10. desember 2014.

Þá lækkuðu þeir einnig um 0,5 prósentustig, en hafa síðan hækkað í þrepum, fyrst um 0,5 prósentustig 10. júní í fyrra, síðan hækkuðu þeir næst 19. ágúst 2015 um 0,5 prósentustig, og loks 5. nóvember um 0,25 prósentustig.