Evrópski seðlabankinn ákvað að halda stýrivöxtum á evrusvæðinu um þessar mundir 0,15%. Til að endurræsa efnahagsvöxt innan evrusvæðis tilkynnti evrópski seðlabankinn að stýrivöxtum yrði haldið lágum um ókominn tíma í ljósi verðbólgu spáar.

Mario Draghi, forseti evrópska seðlabankans, telur að átökin í Úkraínu og Rússlandi munu hafa meiri áhrif á evrusvæðinu en annars staðar í heiminum. Hann varar þó við að mjög erfitt verði að spá fyrir um hvernig áhrif þetta verða.

Evrópusambandið lækkaði stýrivexti úr 0,25% í 0,15% í júní. Þetta var gert til að ýta undir að bankar láni út peninga. Einnig mun bankinn bjóða upp á ódýr langtímalán fram til ársins 2018 til að ýta undir aukinn hagvöxt.

Eins og VB.is greindi frá féll verðbólga á evrusvæði niður í 0,4% í júlí sem var lægsta verðbólga sem mælst hafði síðan í október 2009 á svæðinu og mun lægri en áætlunin um 2% verðbólgu.