Bankastjórn evrópska seðlabankans greindi frá þeirri ákvörðun í morgun að lækka stýrivexti um 0,25%. Við það fara stýrivextir á evrusvæðinu í 0,75%. Þeir hafa aldrei verið lægri.

Búist hefur verið við þessum viðbrögðum bankastjórnarinnar í skugga þess að skuldakreppan á evrusvæðinu hefur dýpkað og óvisst um horfur í efnahagsmálum þar. Þá bætir ekki úr skák að hagkerfi Þýskalands hefur látið á sjá.