Evrópski seðlabankinn hækkaði í dag stýrivexti bankans um 0,25 prósentur og eru nú 1,25%. Þetta er í fyrsta skipti í nærri þrjú ár sem bankinn hækkar stýrivexti. Fastlega var gert ráð fyrir ákvörðun bankans en Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri, hafði gefið í skyn að von væri á hækkun.

Vextir bankans voru hækkaðir þrátt fyrir að Portúgal varð í gær þriðja evruríkið til þess að óska eftir fjárhagsaðstoð vegna slæmrar stöðu ríkissjóðs. Margir telja að vaxtahækkun, og þar með  sé afar slæm fyrir skuldugu evruríkin

Í könnun Bloomberg meðal 57 hagfræðinga spáðu allir vaxtahækkun. Verðbólga á evrusvæðinu í mars mældist 2,6% og var hækkun verðbólgu meiri en búist var við. Seðlabankastjóri hefur þó sagt að hækkunin sé ekki upphaf á vaxtahækkunarferli.