*

fimmtudagur, 9. apríl 2020
Erlent 12. júlí 2017 14:32

Stýrivextir hækkaðir í Kanada

Kanadabanki hefur hækkað stýrivexti í fyrsta sinn í 7 ár.

Ritstjórn
epa

Peningastefnunefnd Kanadabanka hefur hækkað stýrivexti í fyrsta sinn frá árinu 2010. Stýrivextir voru hækkaðir um 0,25 prósentustig úr 0,5% í 0,75%. Rökstuðningur nefndarinnar byggir á hraðari hagvexti í landinu. Þá sagði nefndin einnig að frekari vaxtaákvarðanir verði teknar með tilliti til gagna um hagvöxt.

Með hækkuninni er Kanada fyrsta ríkið meðal G7 ríkjanna til að hækka stýrivexti á eftir Bandaríkjunum sem hækkuðu stýrivexti í júní síðastliðnum. Samkvæmt frétt Bloomberg er hækkunin talin gefa getgátum um að stefnubreyting í peningamálum sé að eiga sér stað meðal seðlabanka G7 ríkjanna.

Stikkorð: Stýrivextir Kanada G7 ríkin