Greining Íslandsbanka spáir því að stýrivextir verði óbreyttir út árið en muni síðan hækka í tvígang á næsta ári. Stýrivextir standa nú í 6% en peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda þeim óbreyttum. Tveir vaxtaákvörðunarfundir eru eftir fram að áramótum.

Fram kemur í Morgunkorni Greiningar að gera megi ráð fyrir að stýrivextir verði hækkaði um 0,25 prósentustig í hvort sinn. Gangi það eftir fara stýrivextir í 6,5%

Rökin fyrir vaxtaspá sinni segir Greining Íslandsbanka:

„Reiknum við með því að verðbólgan verði öllu þrálátari en Seðlabankinn spáir litið til næsta árs og lengra fram í tímann. Gerum við ráð fyrir því að það muni þar með hvetja nefndina til að hækka stýrivexti samhliða því að slakinn hverfur úr efnahagslífinu.“