Nationalbanken, danski seðlabankinn, hækkaði í dag stýrivexti úr 4,6% í 5%. Hækkunin er framkvæmd til þess að styðja við gengi dönsku krónunnar, sem er þó bundin gegni evrunnar með þröngum vikmörkum.

„Að undanförnu hafa raunvaxtastig verið neikvætt sem hefur orsakað mikið útstreymi fjármagns,“ segir í rökstuðningi Nationalbanken, sem hefur þurft að grípa inn á gjaldeyrismarkaði til að styrkja við gengi dönsku krónunnar: „Inngrip bankans fela nú í sér að hækka þarf vexti til að styðja við gengið,“ segir Nationalbanken.

Þessi vaxtahækkun markar stefnubreytingu af hálfu Nationalbanken, þar sem vaxtaákvarðanir bankans hafa á síðustu árum fylgt ákvörðunum Seðlabanka Evrópu, sem hélt vöxtum óbreyttum í síðustu viku.