Seðlabankastjóri Japan, Toshihiko Fukui, hefur gefið til kynna að stýrivextir kunni að verða hækkaðir á næstunni vegna aukins þrýstings á verðlag.

Japanski seðlabankinn hélt stýrivöxtum óbreyttum í október eða í 0,25% en vextir og hækkaðir í júlí sl. í fyrsta skipti í sex ár. Í frétt á vef BBC kemur fram að efnahagslífið í Japan hafi hægt en örugglega verið að ná sér eftir áratug samdráttar og verðhjöðnunar.