Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 0,5 prósentur í 13,5%. Vextir af bundnum innstæðum og daglánum hækka um 0,25 prósentur en aðrir vextir bankans um 0,5 prósentur.

Vaxtahækkunin í dag er í takt við spár greiningaraðila sem höfðu búist við á bilinu 50 til 75 punkta hækkun. Ákvörðun um vaxtahækkun um 0,5 prósentustig er í takt við nýleg ummæli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins IMF og alþjóða efnahags- og þróunarstofnunarinnar OECD um aukið aðhald Seðlabankans til að hemja þenslu og verðbógluþrýsting. Samkvæmt nýjustu mælingu Hagstofunnar er stendur tólf mánaða verðbólga nú í 8,6%.

Vaxtaákvörðunarfundurinn nú stóð utan við hefðbunda vaxtaákvörðunarfundadagskrá Seðlabankans en næsti hefðbundni fundur verður 14. september næstkomandi. Greiningaraðilar búast við að stýrivextir nái hámarki í 14%- 14,5% og því má búast við áframhaldandi hækkunum á Stýrivöxtum.