Seðlabanki Englands hækkaði stýrivexti sína um 25 prósentustig og eru vextir bankans nú 5,25%, segir í frétt Dow Jones.

Hækkunin var nokkuð óvænt, en flestir greiningaraðilar höfðu spáð að vextir yrðu óbreyttir.

Seðlabankinn segist vænta þess að hagvöxtur verði áfram stöðugur og að stýrivaxtahækkunin væri nauðsynleg til að ná verðbólgu niður að markmiðum bankans.

Verðbólga í Bretlandi mældist 2,7% í nóvember, en verðbólgumarkmið bankans er 2%.