Ungverski seðlabankinn hækkaði stýrivexti um hálft prósentustig í fyrradag og eru vextir bankans nú 6,75%, en aukinni verðbólgu hefur verið spáð í þar í landi.

Talsmenn bankans segja að þurfi að taka til ákveðinna aðgerða til að herða á peningamálastefnu og halda verðbólgunni í skefjum. En talið er að skattahækkannir ríkisins, hækkandi olíuverð og rýrnun gjaldmiðils Ungverjalands (forrint) muni valda aukinni verðbólgu í framtíðinni, segir í frétt Financial Times.

Eftir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerði athugasemdir við umbótaáætlun Ungverska ríkisins í síðasta mánuði hafa áhyggjur vaxið um ástandið í landinu, segir í fréttinni.