Greiningardeild Landsbankans segir að niðurstaða útreikninga Seðlabankans bendi til þess að stýrirvextir gætu þrurft að fara í 18,5% í lok árs til að verðbólgumarkmið bankans náist.

?Þetta myndi þýða um 1% hækkun vaxta í hverjum mánuði á tímabilinu," segir greiningardeildin.

Landsbankinn bendir einnig á að verðbólguspá Seðlabankans hafi hækkað ?gríðarlega" frá spá bankans frá því í mars.

Seðlabankinn spáir nú að verðbólga nái hámarki á örðrum ársfjórðungi árið 2007 í 11% á ársgrundvelli. Í lok spátímabilsins verði verðbólgan komin niður í 5,7%. Seðlanbankinn segir þetta skýrast af veikingu krónunnar og launahækkunum umfram það sem áður var gert ráð fyrir.