Stýrivextir í Bandaríkjunum haldast nú óbreyttir annan mánuðin í röð eftir að seðlabanki Bandaríkjanna ákvað á stýrivaxtafundi sínum í gær að halda vaxtastiginu í 5,25%.

Telja sérfræðingar að töf verði á frekari hækkunum vaxta þar vestra en áður hafði seðlabanki Bandaríkjanna hækkað vexti sautján sinnum í röð, eða jafn oft og kollegar þeirra í Seðlabanka Íslands hafa gert.

Svigrúm Ben Bernanke seðlabankasjóra til að hætta vaxtahækkunum í bili er tilkomið vegna lækkandi olíverðs og horfum fyrir því að hagvöxtur á næstu misserum verður lægri en áður var talið. Þá er einnig talið að verðbólguþrýstingur muni minnka á komandi mánuðum.