Seðlabanki Englands hækkaði stýrivexti sína um 0,25% í gær og eru þeir nú 4,75%. Stýrivextir hafa verið á hraðri uppleið síðastliðna 12 mánuði, en alls hefur komið til fimm hækkana á tímabilinu. Markaðsaðilar telja að stýrivextir muni hækka tvisvar sinnum í viðbót á árinu svo 2% verðbólgumarkmið Seðlabankans haldi.

Í Hálffimmfréttum KB banka kemur fram að nokkuð virðist hafa dregið úr þenslu á fasteignamarkaði og hröðum vexti einkaneyslu upp á síðkastið, en þessi þættir hafa verið helstu orsakavaldar verðbólguþrýsting á síðustu misserum.

Vísitala neysluverðs á evrusvæðinu lækkaði um 0,2% í júlí frá fyrri mánuði og hefur almennt verðlag hækkað um 2,3% síðastliðna 12 mánuði. Kjarnaverðbólga - sem undanskilur matvöru, eldsneyti og áfengi ? hjaðnaði úr 1,9% í júní niður í 1,8% í júlí s.l. Minni hagvöxtur og hærra olíuverð hafa orðið til þess að fjárfestar telja minni líkur á stýrivaxtahækkun af hálfu Evrópska Seðlabankans á næstunni, en framvirkir 6 mánaða Euriborvextir lækkuðu nokkuð á mörkuðum í dag.