Norski Seðlabankinn hækkaði í dag stýrivexti um 25 punkta, upp í 5,25%. Í Hálffimm fréttum Kaupþings segir að hækkunin sé viðbrögð bankans við miklu hærri verðbólga en væntingar stóðu til um - sem má að stórum hluta rekja til hækkandi olíuverðs á heimsmörkuðum. Þetta var sjöunda vaxtahækkunin á árinu en norska hagkerfið hefur ekki vaxið jafn hratt í rúm 20 ár.