Evrópski seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti um 0,25% og fer vaxtastig á evrusvæðinu við það í 1% á nýjan leik.

Þetta er önnur vaxtalækkun Mario Draghi, sem tók við seðlabankastjórastólnum af Jean-Claude Trichet fyrir mánuði.

Almennt var búist við þessari vaxtalækkun í skugga skuldakreppunar á evrusvæðinu, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar sem tíundar að seðlabankinn beiti ýmsum ráðum til að slá á áhrif hennar, svo sem með því að gera bönkum kleift að leggja fram lakari veð í skiptum fyrir skammtímalán.