Danski seðlabankinn fylgdi fordæmi þess evrópska í dag og lækkaði stýrivexti. Vextir fóru niður um 35 punkta, sem er tíu punktum meira en hjá evrópska seðlabankanum. Við það fóru stýrivextir úr 1,55% í 1,20%. Vaxtastig í Danmörku hefur aldrei fyrr verið lægra en á evrusvæðinu, að sögn danska viðskiptablaðsins Börsen.

Til samanaburðar hækkaði Seðlabanki Í slands stýrivexti hér um 25 punkta í gær og fór vextir við það í 4,75%.

Börsen hefur eftir Jacob Graven, aðalhagfræðingi danska bankans Sydbank, að skuldakreppan á evrusvæðinu hafi leitt til þess að fjárfestar hafi í auknum mæli beint fjárfestingum sínum til þeirra landa sem ekki standi á haus í skuldafeni, svo sem til Danmerkur. Stýrivaxtalækkunin nú gæti leitt til þess að efla trú fjárfesta á Danmörku frekar, segir hann í samtali við blaðið.