Norski seðlabankinn lækkaði stýrivexti í dag um 0,25 prósentur í 0,75%. Seðlabankinn tók til þessara aðgerð til að draga úr áhrifum lækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu. Seðlabanki Noregs útilokaði ekki frekari lækkanir.

Ríkisstjórn Noregs tilkynnti einnig nýlega að hún muni nota hluta olíusjóðsins til að dempa áhrif olíuverðlækkana á norskan efnahag.

Norska krónan féll um 2,8% gagnvart evru þegar tilkynnt var um stýrivaxtalækkunina, en það er mesta lækkun síðan í desember síðastliðinum.