*

fimmtudagur, 9. júlí 2020
Erlent 19. september 2019 13:10

Stýrivextir lækkaðir enn á ný

Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome H. Powell, hefur ákveðið að lækka stýrivexti.

Ritstjórn
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jerome H. Powell, seðlabankastjóri landsins.
Aðsend mynd

Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað í gær að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig og standa þeir nú á bilinu 1,75 til 2 prósent á móts við 2,25 til 2 prósent. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem bankinn ákveður að lækka vexti en ástæðuna má rekja til óvissu um lítinn hagvöxt. Frá þessu er greint á vef The New York Times.

Jerome H. Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, tekur fram að efnahagshorfur Bandaríkjanna séu góðar en að einhver hætta sé á hægjandi vexti og að þau muni ekki hika við frekari vaxtalækkun ef þess þarf.

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur gagnrýnt Powell harðlega og sakar hann bankastjórann um hugleysi. Sjálfur vill Trump að vextir verði lækkaðir í núll eða jafnvel neikvæða vexti.