Peningastefnunefnd Seðlabanka Bandaríkjanna lækkaði rétt í þessu stýrivexti um 0,5 prósentustig niður 1-1,25% en ákvörðunin var tekin utan reglulegra funda nefndarinnar.

Í tilkynningu frá nefndinni kemur fram að þrátt fyrir að undirstöður bandarísks efnahagslífs séu sterkar hafi kórónaveiran haft neikvæð áhrif á efnahagslíf landsins og því hafi vextir verið lækkaðir til að styðja við atvinnustig og verðlagsstöðugleika í landinu.

Þá segir einnig að að peningastefnunefndin muni fyljast náið með þróuninni og áhrifum hennar á horfur í efnahagslífinu. Þá kemur einnig fram að nefndin muni nota þau tæki sem hún hefur til þess að styðja við hagkerfi Bandaríkjanna.

Stýrivextir í Bandaríkjunum hafa ekki verið lægri frá því í mars árið 2017 og hafa lækkað um 1,5 prósentustig frá því í desember 2018 þegar þeir höfðu verið hækkað um 2,25 prósentustig úr 0,25%.