Seðlabankar Brasilíu og Suður-Kóreu hafa ákveðið að lækka vexti. Brasilíski Seðlabankinn segir krísuna í Evrópu og vandamál bandaríska hagkerfisins ástæður þess að vextir voru lækkaðir niður í 8% úr 8,5%.

Í Suður-Kóreu voru vextir lækkaði um 0,25% í 3% en talið er að þetta sé gert til að koma í veg fyrir frekari styrkingu gjaldmiðilsins. Þannig geti útflutningsiðnaður í landinu haldið sér samkeppnishæfum við þann kínverska. Kínverjar hafa einmitt nýlega einnig lækkað stýrivexti.