Norski seðlabankinn lækkaði í dag stýrivexti óvænt um 0,25 prósentustig eða niður í 1,5%. Greiningaraðilar í Noregi segja ákvörðunina koma á óvart en sýna vilja til að halda gengi krónunnar í skefjum. Øystein Olsen seðlabankastjóri sagði um ákvörðunina að samdráttur í nágrannalöndum og sterk staða norsku krónunnar kallapi á aðgerðir til að halda verðbólgunni í skefjum.

Gengi norsku krónunnar lækkaði lítillega um leið og tilkynnt var um stýrivaxtalækkunina. Seðlabankinn segir líklegt að stýrivextir muni haldast óbreyttir út árið.