Seðlabanki Bandaríkjanna hefur gefið til kynna að hann muni hækka stýrivexti nú í sumar, ef marka má tilkynningu sem bankinn sendi frá sér í gær. BBC News greinir frá málinu.

Bankinn tekur hins vegar ekki af allan vafa í tilkynningunni, en hann segist vilja sjá frekari framfarir og vöxt á vinnumarkaði í landinu áður en gripið verður til aðgerðanna.

Hlutabréf á bandarískum markaði hækkuðu við tíðindin. Þannig hækkaði Dow Jones vísitalan um 0,9% og stendur nú í 18.008 stigum. Þá hækkaði S&P 500 um 1% og endaði í 2.096 stigum.