Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 1 prósentustig, úr 13% í 12%.

Þessi ákvörðun er í takt við spár flestra greiningaraðila sem síðustu daga og vikur höfðu gert ráð fyrir 100 punkta lækkun.

Þá hafa stýrivextir nú lækkað um 6 prósentustig á hálfu ári, úr 18% í 12%.

Seðlabankinn mun kynna ákvörðun peningastefnunefndar nánar kl. 11 í dag.