Í Morgunkorni Glitnis er greint frá því að Seðlabanki Tyrklands hafi tilkynnt um 0,5% lækkun stýrivaxta í gær. Seðlabankinn hefur þar með lækkað vexti um 0,75 prósentustig á innan við mánuði og eru vextir í Tyrklandi nú 16,25%. Enn virðist svigrúm fyrir frekari vaxtalækkanir en seðlabankinn segir tímasetningu þeirra ráðast af stöðunni á alþjóðamörkuðum og verðbólguþrýstingi.

Stýrivextir í Tyrklandi eru þeir hæstu í heiminum af þeim löndum sem hafa þróaðan fjármálamarkað. Ísland kemur næst í röðinni með 13,75% vexti, segir í Morgunkorni Glitnis.