Englandsbanki hefur neglt stýrivöxtum niður í 0,25% úr 0,50%. Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár sem bankinn lækkar stýrivexti. Bankinn ætlar einnig að auka magnbundna íhlutun og stefnir á að kaupa eignir fyrir allt að 435 milljarða punda. Um er að ræða aukningu um 60 milljarða punda.

Bankinn ætlar einnig að verja allt að 10 milljörðum punda í kaup á fyrirtækjaskuldabréfum. Seðlabanki Evrópu fór fyrir stuttu að prufa þessar umdeildu aðgerðir og segir inngripin skila tilætluðum árangri.

Pundið hefur engu að síður fallið í kjölfar vaxtabreytinganna. Um er að ræða rúmlega 1% lækkun gegn Bandaríkjadollar.