Peningastefnunefnd Seðlabanka Bandaríkjanna tilkynnti fyrir skömmu ákvörðun sína um að halda stýrivöxtum í óbreyttum. Stýrivextir verða því áfram 1,25%. Greindi nefndin jafnframt frá því að hún hyggist hyggist fljótlega byrja að vinda ofan af 4.500 milljarða dollara skuldabréfaeignum sínum.

Nefndin stendur við yfirlýsingu sína frá því í júní þar sem kom fram að stýrivextir verði hækkaðir í eitt skipti í viðbót á þessu ári. Er búist við því að sala á skuldabréfum muni hefjast eftir fund nefndarinnar í september næstkomandi.