Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað að halda stýrivöxtum landsins óbreyttum á miðvikudaginn, en það er þriðja skiptið í röð sem stýrivöxtum er haldið óbreyttum, segir í frétt Dow Jones.

Seðlabankinn segir að hæging hafi orðið á hagvexti í kjölfar hægingar á húsnæðismarkaði, en einnig að enn sé hætta á verðbólguaukningu og að stýrivaxtaákvarðanir í framtíðinni fari eftir efnahagshorfum.

Ákvörðunin var ekki samþykk einróma, Jeffery Lacker kaus gegn því að halda stýrivöxtum óbreyttum í þriðja sinn í röð, en hann telur að ætti að hækka stýrivexti um 0,25 prósentustig.