*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Erlent 14. júlí 2016 14:24

Stýrivextir óbreyttir í Bretlandi

Breska pundið hafði hækkað vegna væntinga um að stýrivextir yrðu lækkaðir niður í 0,25%.

Ritstjórn
Associated Press

Peningastefnunefnd Englandsbanka ákvað með 8 atkvæðum gegn 1 að halda stýrivöxtum óbreyttum. Þó er talið mögulegt að bankinn grípi til einhverra aðgerða í næsta mánuði.

Höfðu reiknað með lækkun

Breska pundið hafði hækkað alveg upp í 1,348 Bandaríkjadali, áður en það féll á ný niður í 1,3326 dali. Fjármálamarkaðir höfðu reiknað með lækkun stýrivaxta fyrirfram, en í yfirlýsingu bankans segir.

„Nákvæm stærð og aðferðarfræði aðgerða til að örva efnahaginn verða ákveðin meðan skýrslur fyrir ágúst mánuð um hagkvöxt og verðbólgu verða birtar.“

Verðbólga og minnkandi hagvöxtur togast á

Peningastefnunefndin er að glíma við tvö gagnstæð áhrif, annars vegar minnkandi hagvöxt í kjölfar kosningaúrslita um úrsögn úr ESB sem margir hagfræðingar vilja meina geti snúist upp í efnhagslega niðursveiflu.

Hins vegar mögulega aukna verðbólgu vegna þess að breska pundið hefur lækkað mikið í verðgildi. Eru ekki næg gögn komin í hús til að meta áhrif hvors um sig. Samt sem áður hækkaði peningastefnunefndin væntingar sínar um hagvöxt næstu þriggja mánaða, og búast þeir við að hann verði 0,5% í stað 0,3% áður.

Í kjölfar ákvörðunarinnar hækkuðu ávöxtunarkröfur á breskum ríkisskuldabréfum, þar sem 10 ára ríkisskuldabréf hækkuðu upp í 0,815% áður en þau lækkuðu niður í 0,8%. Stýrivextir í landinu hafa verið þeir sömu, 0,5% síðan lækkaði niður í sögulegt lágmark sitt í marsmánuði árið 2009.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is