Englandsbanki tilkynnti í dag ákvörðun sína um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 4,5% þriðja mánuðinn í röð, segir í frétt Reuters.

Áður var búist við að bankinn myndi lækka vexti til að ýta undir hagvöxt en á síðustu vikum hafa sérfræðingar verið að velta fyrir sér hvort að bankinn muni hækka vexti í byrjun næsta árs þar sem verbólga á ársgrundvelli hækkaði í 2,5% í September og er þar með yfir verðbólgumarkmiði Englandsbanka.

Verðbólgumarkmið bankans er 2%.