Evrópski seðlabankinn tilkynnti í dag að stýrivextir bankans yrðu óbreyttir í 0,05% og að innlánsvextir héldu sér í 0,2 prósentustigum. Financial Times greinir frá þessu.

Samhliða tilkynningunni kynnti Mario Draghi, bankastjóri Evrópska seðlabankans, uppfærðar tölur um horfur í Evrusvæðinu. Þá býst bankinn við að hagvöxtur evrusvæðisins verði 0,8% þetta árið, 1% á næsta ári og 1,5% árið 2016. Er þetta töluvert lægri hagvöxtur en bankinn hafði áður gert ráð fyrir en hann bjóst áður við 1,6% hagvexti á evrusvæðinu á næsta ári.